Innlent

Nýr meirihluti í Skagafirði

Myndun nýs meirihluta í Skagafirði lokið. Fjórir menn Framsóknarflokksins og einn maður Samfylkingarinnar hafa náð saman og verður Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokks, formaður byggðaráðs.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar, verður forseti sveitarstjórnar. Gunnar Bragi segir líklegt að leitað verði að sveitarstjóra út fyrir flokkana. Fráfarandi sveitarstjóri er Ársæll Guðmundsson, Vinstri grænum, en sjálfstæðismenn og vinstri grænir sátu í fráfarandi meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×