Erlent

Stakk 28 manns

Enginn þeirra sem var stunginn er í lífshættu.
Enginn þeirra sem var stunginn er í lífshættu. MYND/AP

Þýskur unglingur gekk berserksgang í miðborg Berlínar í gærkvöld og særði 28 manns með hnífi. Pilturinn var nýkominn af skemmtun í tilefnin opnunar nýrrar aðaljárnbrautarstöðvar borgarinnar þegar hann tók að leggja til fólks með hnífnum. Öll fórnarlömbin eru á fullorðinsaldri en ekkert þeirra er talið alvarlega slasað. Fjórir eru þó enn á sjúkrahúsi. Ekki er vitað hvað piltinum gekk til með árásunum en hann er sagður hafa margsinnis komist í kast við lögin áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×