Erlent

Segir réttlætanlegt að myrða Blair

George Galloway og Fidel Castro eru vinir.
George Galloway og Fidel Castro eru vinir. MYND/AP

Breski þingmaðurinn George Galloway á á hættu að verða sviptur embætti sínu vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við breska tímaritið GQ. Þar sagði hann að réttlætanlegt væri að ráða Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, af dögum þar sem Blair bæri sjálfur ábyrgð á dauða hundrað þúsund Íraka í stríðinu þar. Galloway ítrekaði þó að hann væri ekki að hvetja til slíks ódæðis. Galloway er staddur á Kúbu til skrafs og ráðagerða við Fidel Castro og þar sagði hann að þeir Blair og Bush Bandaríkjaforseti væru að drukkna í lygahafi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×