Er Súðavík eitt ríkasta sveitarfélagið? 4. desember 2006 05:00 Þann 21. nóvember sl. birtist grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Súðavík er eitt ríkasta sveitarfélagið“. Það verður að segja eins og er að þessi grein virðist nokkuð fljótvirknislega unnin. Hún var ekki löng, en samt voru nú villurnar í henni ótrúlega margar. Segja má að það eina rétta í greininni sé það sem gefið er til kynna með fyrirsögninni. Súðavíkurhreppur er eitt af ríkustu sveitarfélögum á Íslandi (þó ekki það ríkasta), þegar miðað er við hreina eign á hvern íbúa eins og hún birtist í Árbók sveitarfélaga og þar miðað við árslok 2005. Síðan hefur sveitarfélögum fækkað talsvert eins og kunnugt er og mörg sveitarfélög sem þá voru til eru ekki til lengur. Blaðamaður Fréttablaðsins bjó til „topp tíu“ lista yfir ríkustu sveitarfélög landsins. Þar voru í efstu sætum eftirtalin sveitarfélög: SveitarfélagHrein eign á íbúa Súðavíkurhreppur2.700.000 Innri-Akraneshreppur2.700.000 Akraneskaupstaður1.600.000 Höfðahreppur1.600.000 Þessi listi blaðamannsins er tóm vitleysa. Réttur listi lítur svona út: SveitarfélagHrein eign á íbúa Hvalfjarðarstrandarhreppur 2.699.551,- Innri-Akraneshreppur2.667.672,- Súðavíkurhreppur2.666.464,- Skilmannahreppur2.208.038,- Sem dæmi um vitleysu blaðamannsins þá komust Hvalfjarðar-strandarhreppur og Skilmannahreppur ekki inn á „topp tíu“-lista blaðamannsins! Að auki er óskiljanlegt hvernig Akraneskaupstaður kemst á listann. Hann á ekkert erindi á þennan lista með eign upp á 0,6 milljónir en ekki 1,6 milljónir eins og blaðamaðurinn fullyrðir. Fleira þarf að leiðrétta. Fullyrt er í fréttinni að efni Innri-Akraneshrepps byggist á starfsemi og skattgreiðslum Íslenska járnblendi-félagsins. Þetta er á misskilningi byggt. Innri-Akraneshreppur hefur aldrei fengið krónu frá Íslenska járnblendifélaginu af þeirri einföldu ástæðu að Grundartangi og svæðið þar í kring hefur aldrei tilheyrt því sveitarfélagi. Innri-Akraneshreppur seldi hins vegar sinn hlut í Andakíls-árvirkjun fyrir nokkrum árum og lét þá fjárhæð ávaxta sig að mestu leyti. Aðhald hefur verið í rekstri og sveitarsjóður hefur skilað tekju-afgangi. Um Akraneskaupstað má lesa eftirfarandi í grein blaðamannsins: „Akraneskaupstaður lendir í þriðja sæti á topp tíu listanum yfir efnuðustu sveitarfélög landsins og virðist byggjast á góðum rekstri.“ Eins og fram kemur hér að ofan er þetta tóm della. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en Akraneskaupstaður sé ágætlega rekið sveitarfélag, en hann er fjarri því að komast inn á þennan lista. Það var síðan ótrúlegt að sjá hvað aðrir fjölmiðlar voru fljótir að taka upp þessa illa unnu frétt Fréttablaðsins algjörlega gagnrýnislaust með öllum sömu villunum. Ég verð að viðurkenna að það varð mér dálítið áfall sem dyggum fréttalesanda í mörg ár. Nú er það svo að hvorki Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur og Skilmannahreppur eru til lengur. Þeir hafa allir sameinast (ásamt Leirár- og Melahreppi) í nýju sveitarfélagi sem varð til í júní síðastliðnum og heitir Hvalfjarðarsveit. Það er kannski aðalfréttin og hlýtur að vekja athygli þegar listinn yfir tíu eignamestu sveitarfélögin (pr. íbúa) er skoðaður, að í fjórum efstu sætunum skuli vera að finna þrjú sveitarfélög sem nú hafa öll sameinast í einu sveitarfélagi. Eins og gefur að skilja hefur Hvalfjarðarsveit mjög sterkan efnahag. En þegar öllu er á botninn hvolft skipa eignir pr. íbúa kannski ekki allra mestu máli þegar menn velta ríkidæmi sveitarfélaga fyrir sér. Mestu skiptir mannauðurinn og að mannlíf sé gott. En sterk fjárhagsstaða sveitarfélags hjálpar óneitanlega til þegar skapa á sóknarfæri til framtíðar. Og ég held að framtíð Hvalfjarðarsveitar sé mjög björt af mörgum ástæðum og íbúarnir geti horft bjartsýnir fram á veg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 21. nóvember sl. birtist grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Súðavík er eitt ríkasta sveitarfélagið“. Það verður að segja eins og er að þessi grein virðist nokkuð fljótvirknislega unnin. Hún var ekki löng, en samt voru nú villurnar í henni ótrúlega margar. Segja má að það eina rétta í greininni sé það sem gefið er til kynna með fyrirsögninni. Súðavíkurhreppur er eitt af ríkustu sveitarfélögum á Íslandi (þó ekki það ríkasta), þegar miðað er við hreina eign á hvern íbúa eins og hún birtist í Árbók sveitarfélaga og þar miðað við árslok 2005. Síðan hefur sveitarfélögum fækkað talsvert eins og kunnugt er og mörg sveitarfélög sem þá voru til eru ekki til lengur. Blaðamaður Fréttablaðsins bjó til „topp tíu“ lista yfir ríkustu sveitarfélög landsins. Þar voru í efstu sætum eftirtalin sveitarfélög: SveitarfélagHrein eign á íbúa Súðavíkurhreppur2.700.000 Innri-Akraneshreppur2.700.000 Akraneskaupstaður1.600.000 Höfðahreppur1.600.000 Þessi listi blaðamannsins er tóm vitleysa. Réttur listi lítur svona út: SveitarfélagHrein eign á íbúa Hvalfjarðarstrandarhreppur 2.699.551,- Innri-Akraneshreppur2.667.672,- Súðavíkurhreppur2.666.464,- Skilmannahreppur2.208.038,- Sem dæmi um vitleysu blaðamannsins þá komust Hvalfjarðar-strandarhreppur og Skilmannahreppur ekki inn á „topp tíu“-lista blaðamannsins! Að auki er óskiljanlegt hvernig Akraneskaupstaður kemst á listann. Hann á ekkert erindi á þennan lista með eign upp á 0,6 milljónir en ekki 1,6 milljónir eins og blaðamaðurinn fullyrðir. Fleira þarf að leiðrétta. Fullyrt er í fréttinni að efni Innri-Akraneshrepps byggist á starfsemi og skattgreiðslum Íslenska járnblendi-félagsins. Þetta er á misskilningi byggt. Innri-Akraneshreppur hefur aldrei fengið krónu frá Íslenska járnblendifélaginu af þeirri einföldu ástæðu að Grundartangi og svæðið þar í kring hefur aldrei tilheyrt því sveitarfélagi. Innri-Akraneshreppur seldi hins vegar sinn hlut í Andakíls-árvirkjun fyrir nokkrum árum og lét þá fjárhæð ávaxta sig að mestu leyti. Aðhald hefur verið í rekstri og sveitarsjóður hefur skilað tekju-afgangi. Um Akraneskaupstað má lesa eftirfarandi í grein blaðamannsins: „Akraneskaupstaður lendir í þriðja sæti á topp tíu listanum yfir efnuðustu sveitarfélög landsins og virðist byggjast á góðum rekstri.“ Eins og fram kemur hér að ofan er þetta tóm della. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en Akraneskaupstaður sé ágætlega rekið sveitarfélag, en hann er fjarri því að komast inn á þennan lista. Það var síðan ótrúlegt að sjá hvað aðrir fjölmiðlar voru fljótir að taka upp þessa illa unnu frétt Fréttablaðsins algjörlega gagnrýnislaust með öllum sömu villunum. Ég verð að viðurkenna að það varð mér dálítið áfall sem dyggum fréttalesanda í mörg ár. Nú er það svo að hvorki Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur og Skilmannahreppur eru til lengur. Þeir hafa allir sameinast (ásamt Leirár- og Melahreppi) í nýju sveitarfélagi sem varð til í júní síðastliðnum og heitir Hvalfjarðarsveit. Það er kannski aðalfréttin og hlýtur að vekja athygli þegar listinn yfir tíu eignamestu sveitarfélögin (pr. íbúa) er skoðaður, að í fjórum efstu sætunum skuli vera að finna þrjú sveitarfélög sem nú hafa öll sameinast í einu sveitarfélagi. Eins og gefur að skilja hefur Hvalfjarðarsveit mjög sterkan efnahag. En þegar öllu er á botninn hvolft skipa eignir pr. íbúa kannski ekki allra mestu máli þegar menn velta ríkidæmi sveitarfélaga fyrir sér. Mestu skiptir mannauðurinn og að mannlíf sé gott. En sterk fjárhagsstaða sveitarfélags hjálpar óneitanlega til þegar skapa á sóknarfæri til framtíðar. Og ég held að framtíð Hvalfjarðarsveitar sé mjög björt af mörgum ástæðum og íbúarnir geti horft bjartsýnir fram á veg.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun