
Handbolti
Valur lagði FH

Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld, en leik ÍBV og Stjörnunnar var frestað vegna veðurs. Valur lagði FH örugglega í Kaplakrika 30-21, Fram vann HK 31-30 í hörkuleik og Grótta vann Akureyri 22-16 fyrir norðan. Valur er í efsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 8 leiki og Grótta í öðru með 12 stig.