Erlent

Geta skilað inn hnífum án þess að greiða sekt

Breska lögreglan stendur nú fyrir nokkurs konar gjaldfrjálsum dögum út júní. Fólk sem hefur ólöglega hnífa undir höndum getur nú skilað þeim á lögreglustöð án þess að þurfa að greiða sekt fyrir ólöglega vopnaeign. Átakið er til komið vegna vaxandi tíðni ofbeldis þar sem hnífar koma við sögu. Eftir gjaldfrjálsu dagana verður hins vegar tekið fastar en nokkru sinni á þeim sem eru teknir með ólöglega hnífa undir höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×