Erlent

Tvö stór kynferðsiafbrotamál í rannsókn í Nuuk

Frá Nuuk á Grænlandi.
Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd/Vísir

Tvö alvarleg kynferðisabrotamál eru nú í rannsókn lögreglunnar í Nuuk á Grænlandi. Samkvæmt danska blaðinu Politiken er talið að hátt í fimmtíu börn hafi orðið fyrir misnotkun að hálfu tveggja manna. Upp komst um fyrra málið í mars á þessu ári og hitt í apríl en tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við málið. Annar stytti sér aldur nýverið á meðan hann sat í gæsluvarðhandi. Fyrra málið snýr einkum að ungum drengjum en það síðara snýr einkum að stúlkum. Rannsókn stendur yfir en grunur lék á að ekki væri allt með felldu þegar stór hópur barna fór að hittast reglulega á hverjum degi á bókasafninu og vöktu áhyggjufull samtöl þeirra ahygli starfsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×