Innlent

Óskað eftir aðstoð þyrlu vegna slasaðs manns

MYND/Pjetur
Tilkynning barst Landhelgisgæslunni fyrir stundu um slasaðan mann í Miðhúsaskógi og var óskað eftir aðstoð þyrlu. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg meiðslin eru né hvernig slysið bar að. Önnur þyrla Gæslunnar, TF-LÍF sem er nýkomin úr viðgerð, hélt af stað áleiðis að Miðhúsaskógi fyrir örfáum mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×