Innlent

Skjót viðbrögð bænda á haugsugum réðu úrslitum

Skjót viðbrögð bænda réðu úrslitum um það að sinubruni, sem kviknaði við Bollastaði í Hraungerðishreppi, rétt austan við Selfoss snemma í gærkvöldi, náði ekki útbreiðslu. Þeir komu á vettvang með fjórar öflugar haugsugur og gátu dælt margfalt meiru vatni en slökkviliðið. Einangrari á raflínu um sveitina slitnaði niður úr einum staurnum þannig að raflínum sló saman og við það varð mikið neistaflug, sem talið er hafa kveikt eldinn. Slökkvistarfið tók röskar tvær klukkusutndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×