Innlent

Búið að flytja skipverja til Vestmannaeyja

Björgunarskip frá Vestmannaeyjum kom að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum skömmu fyrir klukkan eitt en báturinn fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar, þar af tveir erlendir ferðamenn, og tveggja manna áhöfn voru um borð í bátnum. Tveir björgunarbátar fóru á staðinn og er búið að flytja allt fólkið til Eyja. Skipstjórnarmenn sigldu Viking með eigin vélarafli til Eyja. Gluggar brotnuðu í farþegabátnum en engin slys urðu á fólki. Björgunarbátur Landsbjargar í Vestmannaeyjum var í slipp og því var brugðist við á minni björgunarbát og lóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×