Erlent

Segist hafa fundið dauða mús í Campbell dós

Áttatíu og níu ára gamallri konu í Ameríku brá heldur betur þegar hún ætlaði að gæða sér á súpu frá Campbell, en þegar hún opnaði dósina fann hún dauða mús að eigin sögn. Dóttir konunnar segist geyma dósina og músina í frysti til að sanna mál móður sinnar. Talsmaður Campell´s súpuframleiðandans segir það ómögulegt að þetta sé rétt, þar sem ferlið á framleiðslu vörunnar sé í svo fullkominni verksmiðju fyrirtækisins að þetta geti ekki gerst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×