Erlent

Formleg úrslit í írösku þingkosningunum

Kjörstjórnin í Írak gerði í morgun formlega grein fyrir úrslitum þingkosninganna sem fóru fram þar í landi í desember. Þetta eru fyrstu skref í átt að myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu.

Kosningabandalag sjíta-múslima fékk 128 þingsæti af 275 og var því aðeins tíu sætum frá því að ná meirihluta á þingi. Bandalag Kúrda fékk 53 þingsæti og Súnníar fengu 55 sæti.

Súnníar hafa sakað aðra flokka um kosningasvik en ætla samt sem áður að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum sem fara nú í hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×