Innlent

Ríkisstjórnin eflir íslenskukennslu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. MYND/Valgarður Gíslason

Ríkisstjórnin ætlar að verja 100 milljónum króna til að stórefla íslenskukennslu fyrir útlendinga á næsta ári. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Jafnframt verður kröfunni um að útlendingar læri íslensku fylgt fast eftir.

Menntamálaráðherra segir að lykillinn að íslensku samfélagi sé tungumálið, það sé í lögum að fólk stundi íslenskunám að lágmarki í 150 tíma og því verði nú fylgt fast eftir. Ríkisstjórnin samþykkti því sameiginlegt minnisblað menntamálaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis um að menntamálaráðuneytið taki að sér að byggja upp íslenskukennslu.

Að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, eru markmiðin að auka aðgengi að íslenskukennslu, bæta námsgögn og bæta kennslu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×