Erlent

Varaforseti Íraks hvetur Bandaríkjamenn til frekari baráttu

Forseti (t.v.) og tveir varaforsetar Íraks. Tariq al-Hashimi er í miðjunni.
Forseti (t.v.) og tveir varaforsetar Íraks. Tariq al-Hashimi er í miðjunni. MYND/AP

Bandarískir hermenn felldu tólf uppreisnarmenn þegar þeir réðust inn í hús í nágrenni Baghdad, höfuðborgar Íraks í gær. Nýr varaforseti Íraks, Tariq al-Hashimi, hvatti Bandaríkjamenn til að beita frekara valdi til að binda endi á ofbeldisverk uppreisnarmanna.

Bandarískir embættismenn vonast nú til þess að uppreisnarmenn súnní-Araba láti af árásum verði ríkisstjórn mynduð með súnníum undir forsæti sjíans Nouri al-Maliki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×