Erlent

Mannréttindasamtök segja pyntingar fanga mun víðtækari

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch, segja hundruð bandarískra hermanna hafa tekið þátt í að pynta og myrða fjölda fanga í Írak, Afganistan og í Guantanamo fangelsinu á Kúbu.

Joanne Mariner, framkvæmdastjóri hjá samtökunum, segir að eftir að stofnunin hafi farið yfir þúsunda skjala bandarísku ríkissjórnarinnar, tekið viðtöl við vitni og fórnarlömb, sé ljóst að talan sé mun hærri en áður var talið en aðeins fjörtíu hermenn hafa verið dæmdir fyrir aðild að pyntingum. Þá segir hún pyntingar vera enn við lýði innan hersins og nauðsynlegt sé að alþjóðasamfélagið taki hart á þessum málum og það strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×