Erlent

Enn fastir í gullnámu

Ástralskar björgunarsveitir tóku í morgun að bora göng ofan í gullnámu á eynni Tasmaníu þar sem tveir verkamenn hafa setið fastir í sex daga . Lítill jarðskjálfti varð til þess að göngin niður í námuna hrundu á þriðjudagskvöldið og var næstu daga á eftir óljóst um afdrif mannanna. Á sunnudaginn tókst með sérstökum hlerunarbúnaði að greina raddir mannanna í námunni og braust þá út mikil gleði hjá ástvinum þeirra. Þegar samband náðist við þá kom í ljós að lítið amaði að þeim annað enn sár sultur og báðu þeir um að fá beikon og egg hið snarasta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×