Erlent

Baugur sagður ætla að kaupa House of Fraser

Breskir fjölmiðlar leiddu að því getum í dag að Baugur Group hefði gert eigendum bresku verslanakeðjunnar House of Fraser yfirtökutilboð. Eigendurnir staðfestu í samtali við Lundúnablaðið Times að slíkt tilboð hefði borist en vildu ekki segja hverjir stæðu á bak við það. Í upphafi aprílmánaðar keypti Baugur tæp tíu prósent í House of Fraser, sem rekur vöruhús um allt Bretland, og því er talið sennilegt að fyrirtækið ætli sér þar ráðandi hlut. Líklegt kaupverð hlutarins er sagt vera röskir fjörutíu milljarðar króna. Forsvarsmenn Baugs vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×