Erlent

1. maí víða haldinn hátíðlegur í dag

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er víða haldinn hátíðlegur í dag. Tugþúsundir Moskvubúa voru til dæmis komnir út á götur borgarinnar í morgun til að fagna deginum en þar hefur hann ávallt haft ákveðna sérstöðu. Lúðrasveitir marseruðu um stræti og allir virtust í hátíðarskapi. Á tímum kommúnistaflokksins var efnt til mikilla hersýninga á Rauða torginu en þær hafa verið bannaðar undanfarin ár. Búist er við að 1,2 milljónir Rússa taki þátt í 1. maí hátíðahöldum um allt landið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×