Útlitið dökknar hjá Prescott og Clarke 1. maí 2006 18:27 Tveir ráðherrar í bresku ríkisstjórninni berjast nú fyrir pólitísku lífi sínu en þrýstingur á að þeir segi af sér vegna hneykslismála fer vaxandi með degi hverjum.Það ríkir lítil gleði á breska stjórnarheimilinu þessa dagana enda dökknar útlitið stöðugt hjá þeim John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra, og Charles Clarke, innanríkisráðherra. Í síðustu viku greindu fjölmiðlar frá því að Prescott hefði haldið framhjá eiginkonu sinni með ritara sínum, Tracy Temple. Um helgina hafa fleiri konur gefið sig fram og sagst hafa átt vingott við þennan 67 ára gamla jaxl.Þegar Rod Richards ráðherra í ríkisstjórn íhaldsmanna varð uppvís af framhjáhaldi og hrökklaðist úr embæti í kjölfarið var Prescott einn þeirra sem gagnrýndi hann hvað harðast. Háværar raddir eru nú uppi um að Prescott segi sjálfur af sér og þarf ekki að koma á óvart að téður Richards er í hópi þeirra sem hvað ákafast skora á hann. Á meðan hann nýtur stuðnings Tony Blair forsætisráðherra virðist Prescott hins vegar ætla að sitja sem fastast. Meiri óvissa ríkir um framtíð Charles Clarke eftir að í ljós kom að ríflega eitt þúsund glæpamönnum af erlendu bergi brotnu hefði verið sleppt án þess að fjallað hefði verið um hvort reka ætti þá úr landi. Kröfur um afsögn Clarke hafa ágerst með hverjum deginum, ekki síst eftir að í ljós kom að nokkrir mannanna hafa þegar brotið af sér aftur, sumir alvarlega.Í morgun greindi svo Lundúnablaðið Times frá því að Clarke hefði vitað um klúðrið í lok marsmánaðar en dregið að skýra forsætisráðherranum frá því í þrjár vikur. Stjórnmálaskýrendur segja líklegt blaðið hafi þar með greitt Clarke náðarhöggið. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Tveir ráðherrar í bresku ríkisstjórninni berjast nú fyrir pólitísku lífi sínu en þrýstingur á að þeir segi af sér vegna hneykslismála fer vaxandi með degi hverjum.Það ríkir lítil gleði á breska stjórnarheimilinu þessa dagana enda dökknar útlitið stöðugt hjá þeim John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra, og Charles Clarke, innanríkisráðherra. Í síðustu viku greindu fjölmiðlar frá því að Prescott hefði haldið framhjá eiginkonu sinni með ritara sínum, Tracy Temple. Um helgina hafa fleiri konur gefið sig fram og sagst hafa átt vingott við þennan 67 ára gamla jaxl.Þegar Rod Richards ráðherra í ríkisstjórn íhaldsmanna varð uppvís af framhjáhaldi og hrökklaðist úr embæti í kjölfarið var Prescott einn þeirra sem gagnrýndi hann hvað harðast. Háværar raddir eru nú uppi um að Prescott segi sjálfur af sér og þarf ekki að koma á óvart að téður Richards er í hópi þeirra sem hvað ákafast skora á hann. Á meðan hann nýtur stuðnings Tony Blair forsætisráðherra virðist Prescott hins vegar ætla að sitja sem fastast. Meiri óvissa ríkir um framtíð Charles Clarke eftir að í ljós kom að ríflega eitt þúsund glæpamönnum af erlendu bergi brotnu hefði verið sleppt án þess að fjallað hefði verið um hvort reka ætti þá úr landi. Kröfur um afsögn Clarke hafa ágerst með hverjum deginum, ekki síst eftir að í ljós kom að nokkrir mannanna hafa þegar brotið af sér aftur, sumir alvarlega.Í morgun greindi svo Lundúnablaðið Times frá því að Clarke hefði vitað um klúðrið í lok marsmánaðar en dregið að skýra forsætisráðherranum frá því í þrjár vikur. Stjórnmálaskýrendur segja líklegt blaðið hafi þar með greitt Clarke náðarhöggið.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira