Of skammt gengið 28. júní 2006 07:30 fjármálaráðherra á fundi Árni Mathiesen fjármálaráðherra kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar á hádegisverðarfundi FÍS í Húsi verslunarinnar í gær. MYND/Pjetur Óli Kristján Ármannsson skrifar Aðgerðir sem ríkisstjórnin upplýsti um í gærmorgun til að stuðla að hjöðnun verðbólgu þykja ganga heldur skammt og vera seint fram komnar. Frá og með mánaðamótum breytast útlánareglur Íbúðalánasjóðs, útboðum og nýjum framkvæmdum á vegum ríkisins er frestað og ríkið óskar eftir viðræðum við sveitarfélögin um frestun framkvæmda. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, fagnar útspili ríkisstjórnarinnar og segir mikilsvert að fá það svo skjótt fram. Þetta er sterkt útspil, segir hún en áréttar um leið að á vanti varðandi útfærslu aðgerða , bæði tímasetningar og tölur. Hún segir ríða á að umfang aðhaldsaðgerðanna skýrist og telur að í síðasta lagi verði það að gerast með fjárlagafrumvarpinu í haust. Svo er í næstu viku náttúrlega stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, segir hún og telur ljóst að vextir verði hækkaðir, enda mikilvægt að allir sýni styrkt aðhald. Ég tel enga spurningu um að stýrivextir verði hækkaðir, en útspil ríkisstjórnarinnar dregur heldur úr líkunum á því að hækkunin verði 100 punktar, þótt vissulega sé það ekki útilokað. Að sama skapi fagnar Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, áætlunum um frestun framkvæmda og útboða og segir þær mjög í samræmi við það sem hagfræðingar hafi verið að segja. Þetta er þó pínulítið í lausu lofti allt, en góð vísbending engu að síður, segir hann og segir jafnframt mjög skynsamlegt að reyna að fá sveitarfélögin til að draga úr framkvæmdum. En mér finnst allt of skammt gengið hvað varðar Íbúðalánasjóð. Þar hefði þurft miklu harðari afstöðu og helst ganga frá því máli með endanlegum hætti, segir Tryggi sem helst hefði viljað sjá Íbúðalánasjóð seldan bönkunum eða breytt í heildsölubanka. Á þetta hafa allir hagfræðingar og alþjóðastofnanir bent og kallað eftir. Að sama skapi segist Tryggvi sakna trúverðugrar yfirlýsingar um að ekki yrði skrifað undir frekari stóriðjuframkvæmdir næstu tvö árin. Það hefði mátt gera meira, segir hann. Ingólfur H. Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis banka, segir ekki verða um það deilt að með nýjustu aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé leitast við að draga úr verðbólgu, en veltir fyrir sér samhljómnum við aðgerðir liðinnar viku þar sem reynt var að bæta kjör almennings með skattalækkunum og fleiri aðgerðum. Þær aðgerðir segir hann klárlega ýta undir frekari verðbólgu. Aðgerðirnar nú leggjast svo á árar með öðru sem kemur til með að lækka verð á íbúðarhúsnæði á næstunni, segir hann og bendir á að um leið og bæta hafi átt kjör almennings stuðli aðgerðirnar nú að því að rýra virði sparnaðar fólks sem falinn sé í húsnæði þess. Þarna er í rauninni tekið úr öðrum vasanum það sem sett var í hinn. Ingólfur segir að ríkisvaldið hefði átt að grípa miklu fyrr til aðgerða, enda hafi strax við upphaf stóriðjuframkvæmda verið ljóst í hvað stefndi. Hann segir að verðbólgan komi til með að hjaðna hratt á næsta ári um leið og áhrif veikingar krónunnar fjara út og aðgerðir ríkisvaldsins nú vegi þar ekki þungt. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson skrifar Aðgerðir sem ríkisstjórnin upplýsti um í gærmorgun til að stuðla að hjöðnun verðbólgu þykja ganga heldur skammt og vera seint fram komnar. Frá og með mánaðamótum breytast útlánareglur Íbúðalánasjóðs, útboðum og nýjum framkvæmdum á vegum ríkisins er frestað og ríkið óskar eftir viðræðum við sveitarfélögin um frestun framkvæmda. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, fagnar útspili ríkisstjórnarinnar og segir mikilsvert að fá það svo skjótt fram. Þetta er sterkt útspil, segir hún en áréttar um leið að á vanti varðandi útfærslu aðgerða , bæði tímasetningar og tölur. Hún segir ríða á að umfang aðhaldsaðgerðanna skýrist og telur að í síðasta lagi verði það að gerast með fjárlagafrumvarpinu í haust. Svo er í næstu viku náttúrlega stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, segir hún og telur ljóst að vextir verði hækkaðir, enda mikilvægt að allir sýni styrkt aðhald. Ég tel enga spurningu um að stýrivextir verði hækkaðir, en útspil ríkisstjórnarinnar dregur heldur úr líkunum á því að hækkunin verði 100 punktar, þótt vissulega sé það ekki útilokað. Að sama skapi fagnar Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, áætlunum um frestun framkvæmda og útboða og segir þær mjög í samræmi við það sem hagfræðingar hafi verið að segja. Þetta er þó pínulítið í lausu lofti allt, en góð vísbending engu að síður, segir hann og segir jafnframt mjög skynsamlegt að reyna að fá sveitarfélögin til að draga úr framkvæmdum. En mér finnst allt of skammt gengið hvað varðar Íbúðalánasjóð. Þar hefði þurft miklu harðari afstöðu og helst ganga frá því máli með endanlegum hætti, segir Tryggi sem helst hefði viljað sjá Íbúðalánasjóð seldan bönkunum eða breytt í heildsölubanka. Á þetta hafa allir hagfræðingar og alþjóðastofnanir bent og kallað eftir. Að sama skapi segist Tryggvi sakna trúverðugrar yfirlýsingar um að ekki yrði skrifað undir frekari stóriðjuframkvæmdir næstu tvö árin. Það hefði mátt gera meira, segir hann. Ingólfur H. Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis banka, segir ekki verða um það deilt að með nýjustu aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé leitast við að draga úr verðbólgu, en veltir fyrir sér samhljómnum við aðgerðir liðinnar viku þar sem reynt var að bæta kjör almennings með skattalækkunum og fleiri aðgerðum. Þær aðgerðir segir hann klárlega ýta undir frekari verðbólgu. Aðgerðirnar nú leggjast svo á árar með öðru sem kemur til með að lækka verð á íbúðarhúsnæði á næstunni, segir hann og bendir á að um leið og bæta hafi átt kjör almennings stuðli aðgerðirnar nú að því að rýra virði sparnaðar fólks sem falinn sé í húsnæði þess. Þarna er í rauninni tekið úr öðrum vasanum það sem sett var í hinn. Ingólfur segir að ríkisvaldið hefði átt að grípa miklu fyrr til aðgerða, enda hafi strax við upphaf stóriðjuframkvæmda verið ljóst í hvað stefndi. Hann segir að verðbólgan komi til með að hjaðna hratt á næsta ári um leið og áhrif veikingar krónunnar fjara út og aðgerðir ríkisvaldsins nú vegi þar ekki þungt.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira