PLIVA hugnast best tilboð frá Bandaríkjunum 28. júní 2006 07:15 Stjórnendur Actavis Róbert Wessman forstjóri og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Actavis, sjást hér á aðalfundi félagsins í fyrra. Óvíst er hvernig fer með kaup fyrirtækisins á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA. MYND/Valli Óli Kristján Ármannson skrifar Króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA upplýsti í gær að stjórn þess litist best á kauptilboð bandaríska lyfjarisans Barr Pharmaceuticals í öll hlutabréf fyrirtækisins. Fyrirtækið hóf að meta stöðu sína eftir að Actavis lagði fram óbindandi kauptilboð í fyrirtækið 13. mars síðast liðinn. Actavis hefur boðið rúmlega 150 milljarða króna í fyrirtækið og Barr tæplega 170 milljarða. Tilboð Barr er þó háð því að Barr eignist yfir helmingshlut í félaginu. Söluferli PLIVA lýkur hins vegar ekki fyrr en eftir um mánuð og því ekki útilokað að Actavis bjóði betur. Greiningardeild Glitnis telur þó að verðið kunni að vera orðið það hátt að virðisaukning til hluthafa Actavis réttlæti ekki kaupin. Zeljko Covic, forstjóri PLIVA, segir Barr vera besta kostinn hvað varði framtíðarvöxt fyrirtækisins. Saman erum við viss um að verða eitt fremsta og farsælasta samheitalyfjafyrirtæki heims, segir hann, en PLIVA hyggur á landvinninga á sviði líftækni þar sem Barr hefur þegar náð fótfestu. Enn er þó nokkuð óljóst um fyrirætlanir bandaríska lyfjarisans og kunna hugmyndir þeirra um reksturinn að skipta máli þegar að því kemur að hluthafar PLIVA geri endanlega upp hug sinn. Bruce L. Downey, starfandi stjórnarformaður Barr, er þó ekki í vafa um hagkvæmni samrunans enda muni fyrirtækin saman hafa aðgang að mörkuðum beggja vegna Atlantshafsins og samlegðaráhrif við markaðssetningu nýrra lyfja væru veruleg. Kaupin á PLIVA eru mjög umfangsmikil og falli þau á endanum Actavis í skaut verða þau með stærstu viðskiptasamningum Íslendinga og Actavis um leið þriðji stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum. Halldórs Kristmannsson, talsmaður Actavis, sagði verið að leggja á ráðin um næstu skref og kvaðst ekki getað tjáð sig um málið að sinni þegar leitað var eftir viðbrögðum hans í gær. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Óli Kristján Ármannson skrifar Króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA upplýsti í gær að stjórn þess litist best á kauptilboð bandaríska lyfjarisans Barr Pharmaceuticals í öll hlutabréf fyrirtækisins. Fyrirtækið hóf að meta stöðu sína eftir að Actavis lagði fram óbindandi kauptilboð í fyrirtækið 13. mars síðast liðinn. Actavis hefur boðið rúmlega 150 milljarða króna í fyrirtækið og Barr tæplega 170 milljarða. Tilboð Barr er þó háð því að Barr eignist yfir helmingshlut í félaginu. Söluferli PLIVA lýkur hins vegar ekki fyrr en eftir um mánuð og því ekki útilokað að Actavis bjóði betur. Greiningardeild Glitnis telur þó að verðið kunni að vera orðið það hátt að virðisaukning til hluthafa Actavis réttlæti ekki kaupin. Zeljko Covic, forstjóri PLIVA, segir Barr vera besta kostinn hvað varði framtíðarvöxt fyrirtækisins. Saman erum við viss um að verða eitt fremsta og farsælasta samheitalyfjafyrirtæki heims, segir hann, en PLIVA hyggur á landvinninga á sviði líftækni þar sem Barr hefur þegar náð fótfestu. Enn er þó nokkuð óljóst um fyrirætlanir bandaríska lyfjarisans og kunna hugmyndir þeirra um reksturinn að skipta máli þegar að því kemur að hluthafar PLIVA geri endanlega upp hug sinn. Bruce L. Downey, starfandi stjórnarformaður Barr, er þó ekki í vafa um hagkvæmni samrunans enda muni fyrirtækin saman hafa aðgang að mörkuðum beggja vegna Atlantshafsins og samlegðaráhrif við markaðssetningu nýrra lyfja væru veruleg. Kaupin á PLIVA eru mjög umfangsmikil og falli þau á endanum Actavis í skaut verða þau með stærstu viðskiptasamningum Íslendinga og Actavis um leið þriðji stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum. Halldórs Kristmannsson, talsmaður Actavis, sagði verið að leggja á ráðin um næstu skref og kvaðst ekki getað tjáð sig um málið að sinni þegar leitað var eftir viðbrögðum hans í gær.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira