Innlent

Kveikt á kertum til minningar um mann í Vogunum

Kveikt var á kertum meöfram öllum Vogaafleggjaranum í kvöld til að minnast manns sem lést eftir að hafa fengið hjartastopp í haldi lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum. Maðurinn var frá Vogum.

Á annan tug manna kveiktu einnig á kertum við lögreglustöðina við Hverfisgötu á miðvikudag til að mótmæla ofbeldi lögreglu og sögðu mótmælendur þar að dauði mannsins hefði verið kornið sem fyllti mælinn.

Láti mannsins hefur verið vísað til ríkissaksóknara.

Maðurinn sem var þrjátíu og eins árs var gestur á Radisson SAS Hótel Sögu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum. Lögreglan var því kölluð á vettvang og lenti í átökum við manninn. Hann var í framhaldinu fluttur í handjárnum á lögreglustöðina á Hverfisgötu en rétt áður en þangað var komið stoppaði í honum hjartað.

Lífgunartilraunir hófust fyrir utan bílinn við lögreglustöðina og tókst sjúkraliði að lífga hann við. Hann var fluttur á gjörgælsludeild og var tvísýnt um ástand hans alla síðustu viku þar til hann lést á laugardaginn í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×