Erlent

Átök á úkraínska þinginu

Úkraínskir þingmenn takast á.
Úkraínskir þingmenn takast á. MYND/AP

Slagsmál brutust út í úkraínska þinginu í morgun rétt áður en, forseti landsins, Viktor Jútsénkó átti að ávarpa þingheim. Átökin urðu þegar þingmenn kommúnista ætluðu að hengja upp borða þar sem Jútsénkó var gagnrýndur fyrir að svíkja kosningaloforð.

Enginn meiddist alvarlega en einn þingmannanna fékk þó högg á andlitið og var fluttur á slysadeild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×