Erlent

Segja Preval hafa mikið forskot

Preval áir ásamt lífvörðum sínum í heimabæ sínum, Marmelade, á Haítí í gær.
Preval áir ásamt lífvörðum sínum í heimabæ sínum, Marmelade, á Haítí í gær. MYND/AP

Talsmaður forsetaframbjóðandans Rene Preval, sem býður sig fram til forseta á Haítí, segir skoðanakannanir sýna að Preval hafi mikið forskot á keppinauta sína. Gert er ráð fyrir fyrstu tölum á morgun en þá verður búið að telja a.m.k. tuttugu prósent atvkæða. Preval vildi sjálfur ekki tjá sig um kosningarnar þegar fréttamenn fundu hann í heimabæ hans Marmelade þar sem hann skemmti sér með bæjarbúum. Kosningar hafa farið friðsamlega fram en yfir níu þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hafa þó staðið vörð og gætt þess að allt fari vel fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×