Erlent

Þinghúsið í Washington rýmt vegna meints taugagass

Lögreglan í Washington í Bandaríkjunum rýmdi í gærkvöld þinghúsið þar í borg þegar öryggiskerfi byggingarinnar fór í gang. Þar til gerðir nemar sendu frá sér boð um að einhvers konar taugagas væri að leka inn í hluta þinghússins. Þegar var ákveðið að rýma bygginguna en 200 manns voru þar að störfum, þar á meðal átta öldungadeildarþingmenn. Fólkið var flutt í bílskýli byggingarinnar á meðan tæknilið lögreglu var sent af stað til að kanna málið. Þremur klukkustundum síðar var talið óhætt að hleypa fólki aftur inn í þinghúsið þar sem ekkert benti til þess að óæskilegt efni væri að seytla þangað inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×