Erlent

Vill að Tyrkland komi á sáttum

Tyrkland getur komið á sáttum milli Danmerkur og múslimskra ríkja, samkvæmt þingmanninum Hüsyin Arac sem á sæti á danska þinginu. Hüsyin hefur samið friðaráætlun sem hann hyggst kynna fyrir Anders Foch Rasmussen í dag. Forsætisráðherrann er sagður jákvæður fyrir hugmyndum þingmannsins, sem er af tyrkneskum uppruna. Hüsyin hefur heitið fullri aðstoð í að koma á sáttum, ásamt ráðgjöfum bæði í Tyrklandi og Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×