Erlent

Marokkómenn deyja í rútuslysi á Spáni

Alvarlegt rútuslys varð á Spáni í dag með þeim afleiðingum að sjö manns létu lífið og 26 slösuðust. Langferðabíllinn var um þrjátíu kílómetra frá Madríd á leið norður, þegar hann fór af einhverjum ástæðum út af hraðbrautinni. Bíllinn kastaðist á tré sem reif þakið af honum. Farþegarnir voru allir frá Marokkó, farandverkamenn sem starfa í Brussel en voru á leið frá heimalandinu aftur til Belgíu. Sex fullorðnir létu lífið og eitt ungabarn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×