Innlent

Æstur múgur réðst að lögreglu

æstur múgur réðst að lögreglu á Hellu.
æstur múgur réðst að lögreglu á Hellu. MYND/365

Æstur múgur réðst að lögreglu, skemmdi lögreglubíl og reyndi að frelsa fanga á Hellu í nótt. Málið hófst fremur sakleysislega, tilkynning barst lögreglu um slagsmál við veitingastaðin Kristján tíunda, laust upp úr klukkan tvö.

Laganna verðir frá Hvolsvelli komu á staðinn skömmu síðar til að skakka leikinn og handtóku þeir einn slagsmálahundanna. Æstist þá hópurinn og veittist að lögreglumönnunum tveimur. Skipti engum togum að múgurinn gerði atlögu að lögregluþjónunum og reyndi að ná fanganum úr höndum þeirra. Ekki var við neitt ráðið fyrr en liðsauki barst frá Selfossi um þrjú-leitið. Tveir óróaseggir til viðbótar voru handteknir og gista nú samtals þrír fangageymslur þar eystra.

Einn lögreglubíll skemmdist nokkuð í atganginum en lögregluþjónarnir munu allir ómeiddir efiir atburði þessarar óvengu æsilegu nætur á Hellu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×