Erlent

Gengið gegn hungri

Hundruð þúsunda manna um allan heim mótmæltu hungri í útigöngum í dag. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna stóð fyrir mótmælunum undir slagorðinu "Berjumst gegn hungri - göngum um heiminn." Benedikt páfi blessaði gönguna í Róm og sagðist vera með göngufólki í bænum sínum. Matvælastofnunin segir að barn láti lífið fimmtu hverja sekúndu af völdum hungurs. "Fólk þarf að fara út á götu og hrópa að þetta sé óásættanlegt," sagði Omar Bula Escobar, fulltrúi Matvælastofnunarinnar í Senegal. Af 24.000 manns sem deyja á hverjum degi af völdum hungurs eru 18.000 börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×