Sport

Ungstirni Ekvador til Wigan

Luis Antonio Valencia í leik með Ekvador.
Luis Antonio Valencia í leik með Ekvador. MYND/AP

Forráðamenn Wigan hafa staðfest að Luis Valencia ,einn efnilegast leikmaður Ekvador, hafi ákveðið að ganga til liðs við félagið. Þeir fá leikmanninn að láni í eitt ár frá spænska liðinu Villareal.

Valencia sem er 21 árs hefur leikið 19 landsleiki fyrir þjóð sína og átti góða spretti á HM nú í sumar. "Hann kemur til með að auka breidd Wigan með hraða sínum, tækni og vinnusemi," sagði Paul Jewel stjóri Wigan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×