Innlent

Aðeins tíundi hver Dani neikvæður í garð íslenskra kaupsýslumanna

Frá Strikinu í Kaupmannahöfn.
Frá Strikinu í Kaupmannahöfn.
Einungis einn af hverjum tíu Dönum er neikvæður gagnvart þátttöku Íslendinga í dönsku viðskipalífi samkvæmt skoðanakönnun sem markaðasrannsóknafyrirtækið Epinion gerði fyrir Capacent Gallup. Könnunin var gerð dagana 10. - 13. nóvember og leiðir hún enn fremur í ljós að þrír af hverjum tíu Dönum eru jákvæðir gangvart þátttöku Íslendinga í dönsku viðskiptalífi en stærstur hlutinn eða tæp 60 prósent er hlutlaus.

Þá hefur stór meirihluti Dana ekki tekið eftir umfjöllun Extrablaðsins um íslenska kaupsýslumenn í Danmörku samkvæmt könnuninni. Ríflega sjö af hverjum tíu Dönum höfðu ekkert lesið eða heyrt af umfjöllum Extrablaðsins um íslenska kaupsýslumenn í Danmörku en tæplega þrír af hverjum tíu höfðu gert það. Höfðu fleiri í eldri aldurshópum tekið eftir umfjöllun Extrablaðsins en í þeim yngri.

Af þeim sem höfðu lesið eða heyrt af umfjöllun Extrablaðsins um íslenska kaupsýslumenn í Danmörku töldu flestir hana hvorki trúverðuga né ótrúverðuga, tæplega fjórir af hverjum tíu töldu hana trúverðuga en tæplega tveir af hverjum tíu telja hana ótrúverðuga.

Fram kemur í tikynningu frá Capacent Gallup að að áhugavert sé að setja niðurstöðurnar í samhengi við niðurstöður sem birtust í nýjasta tölublaði Þjóðarpúls Gallup. Þar kemur fram að Íslendingar eru jákvæðastir gagnvart Danmörku af þeim 15 þjóðlöndum sem viðhorf var kannað til, þ.m.t. allra hinna norrænu ríkjanna. 89 prósent Íslendinga hafa jákvætt viðhorf til Danmerkur, 9 prósent voru hlutlaus en um 2 prósent neikvæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×