Innlent

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kraganum tilbúinn

MYND/GVA

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga var kynntur á fundi í Félagsheimili Seltjarnarness í gærkvöldi. Sjö efstu sætin taka mið af úrslitum prófkjörs og mun Guðmundur Steingrímsson skipa baráttusæti listans sem er fimmta sætið eftir því sem segir í tilkynningu frá flokknum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Rannveig Guðmundsdóttir þingkona skipa heiðursæti á lista flokksins.

Skipan listans er sem hér segir:

1. Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar

2. Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður Kópavogi

3. Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður Garðabæ

4. Árni Páll Árnason, lögfræðingur Reykjavík

5. Guðmundur Steingrímsson, blaðamaður Reykjavík

6. Tryggvi Harðarson, fv. bæjarstjóri Hafnarfirði

7. Sonja B. Jónsdóttir, myndlistarkennari Seltjarnarnesi

8. Ásgeir Jóhannesson, lífeyrisþegi Kópavogi

9. Kristín Á Guðmundsdóttir, sjúkraliði Kópavogi

10. Anna Sigríður Guðnadóttir, bókasafnsfræðingur Mosfellsbæ

11. Magnús M. Norðdal, lögfræðingur ASÍ Kópavogi

12. Sandra Franks, stjórnmálafræðingur Álftanesi

13. Ásgeir Runólfsson, verkfræðinemi Garðabæ

14. Amal Tamimi, fræðslufulltrúi Alþjóðahúss Hafnarfirði

15. Theódór Júlíusson, leikari Kópavogi

16. Lísa Sigríður Greipsson, kennari Mosfellsbæ

17. Freyr Árnason, oddviti Nemendafélags Flensborgar Hafnarfirði

18. Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona Hafnarfirði

19. Helgi Pétursson, deildarstjóri Garðabæ

20. Kristján Sveinbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Álftaness

21. Erna Fríða Berg, formaður Öldungaráðs Hafnarfjarðar

22. Jón Sigurðsson, fv. ráðherra Seltjarnarnesi

23. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfirði

24. Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður Kópavogi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×