Innlent

Kominn á sjúkrahús

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með veikan sjómann á Reykjavíkurflugvelli nú rétt fyrir fréttir. Hann var sóttur í norskt selveiðiskip norður af Siglunesi en ekki var hægt að lenda fyrir norðan vegna veðurs.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti fárveikan sjómann í norksa selveiðiskip Polarsyssel rétt fyrir klukkan fimm í dag. Samkvæmt heimildum hefur maðurinn misst mikið blóð, ekki sökum slyss en það hefur ekki fengist staðfest. Beiðni um björgun barst um klukkan fimm í morgun og var skipið þá statt 190 sjómílur norður af Skaga. Vegna vonskuveðurs fyrir norðan land var ekki hægt að fljúga til móts við skipið fyrr en um miðjan dag þegar rofaði til. Í milli tíðinni var skipinu silgt eins hratt og hægt var til lands og var það statt 49 sjómílur norður af Siglunesi þegar björgun barst. Reynt var að fljúgja þyrlunni til Akureyrar en hún komst ekki inn Eyjafjörð vegna veðurs og slæms skyggnis og var stefnan því tekin á Sauðárkrók þar sem ekki var heldur hægt að lenda vegna veðurs og var því ákveðið að fljúgja með mannin til Reykjavíkur. Þyrlan lenti við skýli Landhelgisgæslunnar um á milli klukkan sex og hálf sjö. Þaðan var maðurinn fluttur á Landspítalann með sjúkrabíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×