Innlent

33 Íslendingar hleraðir

MYND/Vísir

Páll Bergþórsson veðurfræðingur og leikarahjónin Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir eru meðal þrjátíu og þriggja einstaklinga sem voru hleraðir á árunum 1949 til 1968. Bresk stjórnvöld hleruðu líka Íslendinga á tímum Þorskastríðsins. Þetta og fleira kemur fram í nýrri bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings.

Í bók Guðna rekur höfundur sögu ógnanna og innra öryggis í kalda stríðinu á Íslandi. Þar koma fram ýmsar nýjar upplýsingar sem Guðni byggir meðal annars á opinberum gögnum sem hann fékk aðgang að í mars 2005 og heimildir frá breskum stjórnvöldum. Áður hefur komið fram hvenær íslenska ríkið veitti heimild fyrir hlerunum hjá samtökum og fyrirækjum, en ekki hefur fyrr verið sagt frá því hvaða 33 einstaklingar voru sem hleraðir. Guðni segir að þau nöfn hafi komið honum á óvart en meðal þessara nafna eru Finnbogi Rútur Valdimarsson, alþingismaður Sósíalistaflokksins, Ragnar Stefánsson, jarðfræðingur, Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, Arnar Jónsson, leikari og kona hans Þórhildur Þórleifsdóttir.

Guðni segir að ekki hafi allar dyr verið honum opnar í leit sinni að upplýsingum og heimildum en enginn hafi lagt stein í götu hans. Hann segir þó frá því að honum var veittur aðgangur að dómabók hjá Þjóðskjalasafninu, hafi hann getað séð að dómsmálaráðuneytið hafi verið með í ráðum þegar ákveðið var að veita aðgang að þeim




Fleiri fréttir

Sjá meira


×