Innlent

Ríkið verður af 12,5 milljörðum

 

Til stendur að ræða frumvarp um lækkun matarverðs á alþingi í kvöld. Frumvarpið er í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar frá níunda október um að lækka matarverð en virðisaukaskattur lækkar úr fjórtán prósentum í sjö, þann fyrsta mars, og vörugjöld af öðru en sykri og sætindum falla niður. Þá lækkar einnig virðisaukaskattur af annarri þjónustu og vörum sem báru áður fjórtán prósenta virðisaukaskatt, til að mynda bókum, blöðum, húshitun og hótelgistingu. Virðisaukaskattur af þjónustu á veitingahúsum lækkar úr tuttugu og fjórum og hálfu prósenti í sjö og einnig af annarri veitingaþjónustu, geisladiskum, hljómplötum og segulböndum og öðrum sambærilegum miðlum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×