Innlent

Stjórnarflokkar sammála um RÚV

 

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð saman um að breyta frumvarpi um Ríkisútvarpið til að sætta óánægju innan Framsóknarflokksins. Breytingarnar eru ekki róttækar og þýða að mestu óbreytt ástand þótt settar verði skorður við kostun dagskrárefnis og auglýsingum á netinu. Ekki náðist samstaða um að takmarka auglýsingatíma í Ríkisútvarpinu. Dagný Jónsdóttir varaformaður Menntamálanefndar á ekki von á öðru en að frumvarpið verði samþykkt fyrir jól. Þingflokkur Framsóknarflokksins sé sáttur við frumvarpið eftir breytingar, það er að segja allir nema Kristinn H. Gunnarsson. Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar segir afstöðu flokksins óbreytta, breytingarnar þýði lítið enda nái þær ekki til rekstrarfyrirkomulags stofnunarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×