Innlent

Valgerður á ferð í Litháen

MYND/GVA

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag hádegisverðarfund með Petras Vaitiekunas, utanríkisráðherra Litháens þar sem rædd voru tvíhliða samskipti landanna, nýliðinn leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, öryggis- og varnarmál og Evrópumál.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að ráðherra hafi einnig heimsótt þinghúsið í Litháen og kynnt sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í landinu auk þess að vígja nýja ræðisskrifstofu Íslands í Vilníus. Utanríkisráðherra hefur verið á ferð og flugi um heiminn að undanförnu og verður það áfram því hún heldur síðdegis til Genfar á ráðherrafund EFTA-ríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×