Innlent

Fjórir á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

Fjórir ökumenn voru teknir á meira en tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut í gærkvöldi og í nótt. Einn ökumaður stakk lögregluna af en hann mældist á rúmlega 200 kílómetra hraða.

Ökumaður á svörtum BMW, gaf í og stakk af eftir að lögreglan í Keflavík hafði mælt hann á rétt rúmlega 200 kílómetra hraða á Strandarheiði á Reykjanesbraut um þrjúleitið í nótt. Hann sinnti engum stöðvunarmerkjum lögreglu, sem hóf eftirför, en þá var bíllinn horfinn. Lögreglan hefur vísbendingar um hver bíllinn er og verður hans leitað í dag.

Þá stöðvaði lögreglan í Hafnarfirði fjóra bíla eftir að þeir mældust frá rúmlega 100 km/klst upp í 117, eða á rösklega tvöföldum hámarkshraða, á Reykjanesbraut á móts við IKEA í gærkvöldi. Banaslys varð á þessum slóðlum nýverið og er hámarkshraði 50 kílómetar á klukkusutnd, meðal annars vegna þess að framkvæmdir standa þar enn yfir.

Það er engu líkara en að ökumennirnirm hafi verið að nota síustu forvöð til að gera brot sín upp samkvæmt gamla kerfinu, því að á miðnætti snarhækka hraðasektir og geta numið allt að 300 þúsund krónum. Þá verða mál ökumanna, sem fara yfir 170, send dómstólum og ökuleyfissviptingum verður beitt mun meir en hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×