Innlent

Heimdallur: tillögur um fjármál flokkanna ganga of langt

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar. MYND/Aðsend

Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur tillögur um fjármál stjórnmálaflokka ganga of langt og að í þeim felist óréttmæt skerðing á rétti hins almenna borgara til að styðja við stjórnmálastarfsemi.

Heimdallur telur að verði tillögur nefndarinnar að veruleika þá "styrkist staða núverandi stjórnmálamanna- og flokka verulega á kostnað þeirra sem síðar munu koma. Verðandi nýliðar í prófkjörum flokkanna munu sæta takmörkunum á því hve rækilega þeir geta kynnt sig á meðan sitjandi stjórnmálamenn njóta góðs af því að vera þekktir fyrir. Sama máli gegnir um stjórnmálaflokka sem fyrir eru en aukin ríkisframlög veita þeim aukið forskot í samkeppni við nýja flokka og framboð."

 

Yfirlýsingu Heimdallar má finna hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×