Innlent

Segir útlit fyrir stöðugra olíuverð

MYND/Reuters

Greiningardeild Glitnis segir horfur á stöðugra olíuverði en að undanförnu eftir OPEC-olíuríkin, sem ráða yfir um 40 prósentum olíuframleiðslu í heiminum, hafi gefið út að þau stefni að því að halda verði á olíufatinu nálægt 60 bandaríkjadölum.

Samtökin telji það sanngjarnt verð þó um það megi deila. Greiningardeildin bendir á að birgðir Bandaríkjamanna hafi verið í hærra lagi nýverið vegn hlýs veðurs en þegar verð á olíu var á bilinu 56- 57 dollara á fatið hafi OPEC-ríkin viðrað hugmyndir um framleiðslusamdrátt á næsta samráðsfundi sínum. Verð hafi hins vegar hækkað á nú og því séu minni líkur á frekari framleiðslusamdrætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×