Jón tekur Íraksmálið ekki upp í ríkisstjórn 30. nóvember 2006 11:12 Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hyggst ekki taka upp Íraksmálið í ríkisstjórn og segir of mikið lesið úr orðum sínum á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi. Hart var deilt á ríkisstjórnina vegna málsins á þingi í dag.Það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vitnaði til orða formanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi um helgina. Þar sagði hann að forsendur ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar um að styðja innrásina í Írak hefðu verið rangar og að ákvörðunina hefði átt að bera undir utanríkismálanefnd Alþingis. Þá hvatti hann til þess að talað yrði hreinskilnislega um málið.Ögmundur benti á að þarna tæki Jón undir orð stjórnarandstöðunnar sem hefði alla tíð verið á móti stuðningi við innrásina í Írak. Spurði hann Jón í framhaldinu hvort hann ætlaði að taka málið upp innan ríkisstjórnarinnar og taka undir tillögu sem lægi fyrir Alþingi um að rannsóknarnefnd yrði skipuð til að fara yfir málið.Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, steig þá í pontu og sagði að um væri að ræða ræðu á flokksfundi þar sem verið væri að vinna málefni sérstaks flokksþings sem yrði haldið á vegum framsóknarmanna í febrúar næstkomandi. „Ég held að fyrirspyrjandi, háttvirtur þingmaður, hafi farið alveg rétt með textann. Hins vegar las hann meira úr honum heldur en efni standa til. Það hefur farið fram lögfræðileg athugun á lögmæti þessarar ákvörðunar á liðnum tíma.Þetta var sem sagt ræða á flokksfundi framsóknarmanna og er liður í okkar málefnavinnu sem stendur yfir. Það er ekki venja að menn flytji skýrslur í ríkisstjórn um ræður sínar á flokksfundum og ég hyggst ekki taka það upp enda þarf miðstjórn Framsóknarflokksins ekki á neinum leiðbeiningum að þaðna halda," sagði Jón. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ræðu Jóns sérkennilega og að hann talaði eins og málið ætti aðeins við Framsóknarflokkinn. „Þetta er mál sem formaður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eiga við þjóðina og þetta snýst ekki bara um eitthvert lögmæti. Þetta snýst um siðferðilega ranga ákvörðun sem að tekin var af tveimur mönnum upphaflega og studd af ríkisstjórninni allri og af þingmeirihlutanum öllum, " sagði Ingibjörg.„Og þessir menn þeir komu hér fram í þinginu og Morgunblaðið skrifaði með þeim hætti til dæmis um Samfylkinguna á sínum tíma að sú skoðun mín sem ég setti fram í mars 2003, að það ætti að taka okkur af þessum lista, því var lýst sem ístöðuleysi Samfylkingarinnar. En hverjir voru ístöðulausir og afvegaleiddu þessa þjóð? Það var ríkisstjórnin, það voru þessir ráðamenn og þeir skulda okkur afsökun sem sitjum hér í minnihluta á þingi, þjóðinni og þeir skulda alþjóðasamfélaginu það að gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið röng," sagði Ingibjörg enn fremur.Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði innrásina viðbjóðslegt glæpaverka sem kostað hefði hundruð þúsunda lífið. Hann benti enn fremur á að í febrúar árið 2003, um mánuði fyrir innrásina í Írak, hefðu Vinstri - grænir lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fæli ríkisstjórninni að koma því á framfæri á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annars staðar að leita skyldi allra leiða til að afstýra innrásinni í Írak og veita vopnaeftirliti SÞ nægan tíma til að ljúka störfum sínum. Enn fremur að Íslendingar kæmu ekki að málinu ef ákveðið yrði að ráðast inn í Írak. Tillagan hafi farið inn í utanríkismálanefnd og hafi ekki sést aftur.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að menn hefðu nú orðið vitni að því að á skömmum tíma hefði Jón Sigurðsson reynt að þvo af Framsóknarflokknum tvö óþægileg mál, annars vegar stjóriðjustefnuna og hins vegar Íraksmálið. „Það er einnig ljóst af þessu að hin hefðbundna transformation, umbreyting, Framsóknarflokksins í stjórnarandstöðuflokk á síðustu mánuðum kjörtímabils er hafin. Nú er gamla Framsókn komin með skottið niður og er farin að reyna að mjaka sér yfir í stjórnarandstöðu og láta eins og hún beri ekki ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut þó hún sé að verða búin að vera 12 ár í ríkisstjórn, tólf árum of mikið," sagði Steingrímur.„Það er líka undarlegt ef ræðumaður á miðstjórnarfundi hjá Framsóknarflokknum, Jón Sigurðsson, er einhver annar maður heldur en hæstvirtur iðnaðaráðherra, Jón Sigurðsson, og formaður annars stjórnarflokksins," benti Steingrímur á.Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði við umræðuna að Íslendingar hefðu ekki verið beinir aðilar að innrásinni í Írak. Þeir hafi heimilað lendingar og flug um íslenska lofthelgi vegna þessara aðgerða sem væri hefðbundin aðgerð. Þá hefðu verið veittar 300 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Írak og enduruppbyggingar í kjölfar átaka. Alþingi hafi veitt fjármagnið.„Síðan tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að amast ekki við því að Ísland væri á lista yfir hinar svokölluðu staðföstu þjóðir en Ísland hefur ekki átt beina aðild að þessu stríði og það vita auðvitað allir menn og það er auðvitað furðulegt stærilæti í fólki sem telur að íslenska ríkisstjórnin eða Íslendingar skipti það miklu máli í alþjóðlegu samhengi og í sambandi við ákvarðanir af þessu tagi að það hafi haft einhver áhrif á atburðarásina sem þarna varð," sagði Geir. Stj.mál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hyggst ekki taka upp Íraksmálið í ríkisstjórn og segir of mikið lesið úr orðum sínum á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um síðustu helgi. Hart var deilt á ríkisstjórnina vegna málsins á þingi í dag.Það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vitnaði til orða formanns Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi um helgina. Þar sagði hann að forsendur ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar um að styðja innrásina í Írak hefðu verið rangar og að ákvörðunina hefði átt að bera undir utanríkismálanefnd Alþingis. Þá hvatti hann til þess að talað yrði hreinskilnislega um málið.Ögmundur benti á að þarna tæki Jón undir orð stjórnarandstöðunnar sem hefði alla tíð verið á móti stuðningi við innrásina í Írak. Spurði hann Jón í framhaldinu hvort hann ætlaði að taka málið upp innan ríkisstjórnarinnar og taka undir tillögu sem lægi fyrir Alþingi um að rannsóknarnefnd yrði skipuð til að fara yfir málið.Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, steig þá í pontu og sagði að um væri að ræða ræðu á flokksfundi þar sem verið væri að vinna málefni sérstaks flokksþings sem yrði haldið á vegum framsóknarmanna í febrúar næstkomandi. „Ég held að fyrirspyrjandi, háttvirtur þingmaður, hafi farið alveg rétt með textann. Hins vegar las hann meira úr honum heldur en efni standa til. Það hefur farið fram lögfræðileg athugun á lögmæti þessarar ákvörðunar á liðnum tíma.Þetta var sem sagt ræða á flokksfundi framsóknarmanna og er liður í okkar málefnavinnu sem stendur yfir. Það er ekki venja að menn flytji skýrslur í ríkisstjórn um ræður sínar á flokksfundum og ég hyggst ekki taka það upp enda þarf miðstjórn Framsóknarflokksins ekki á neinum leiðbeiningum að þaðna halda," sagði Jón. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ræðu Jóns sérkennilega og að hann talaði eins og málið ætti aðeins við Framsóknarflokkinn. „Þetta er mál sem formaður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eiga við þjóðina og þetta snýst ekki bara um eitthvert lögmæti. Þetta snýst um siðferðilega ranga ákvörðun sem að tekin var af tveimur mönnum upphaflega og studd af ríkisstjórninni allri og af þingmeirihlutanum öllum, " sagði Ingibjörg.„Og þessir menn þeir komu hér fram í þinginu og Morgunblaðið skrifaði með þeim hætti til dæmis um Samfylkinguna á sínum tíma að sú skoðun mín sem ég setti fram í mars 2003, að það ætti að taka okkur af þessum lista, því var lýst sem ístöðuleysi Samfylkingarinnar. En hverjir voru ístöðulausir og afvegaleiddu þessa þjóð? Það var ríkisstjórnin, það voru þessir ráðamenn og þeir skulda okkur afsökun sem sitjum hér í minnihluta á þingi, þjóðinni og þeir skulda alþjóðasamfélaginu það að gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið röng," sagði Ingibjörg enn fremur.Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði innrásina viðbjóðslegt glæpaverka sem kostað hefði hundruð þúsunda lífið. Hann benti enn fremur á að í febrúar árið 2003, um mánuði fyrir innrásina í Írak, hefðu Vinstri - grænir lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fæli ríkisstjórninni að koma því á framfæri á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annars staðar að leita skyldi allra leiða til að afstýra innrásinni í Írak og veita vopnaeftirliti SÞ nægan tíma til að ljúka störfum sínum. Enn fremur að Íslendingar kæmu ekki að málinu ef ákveðið yrði að ráðast inn í Írak. Tillagan hafi farið inn í utanríkismálanefnd og hafi ekki sést aftur.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að menn hefðu nú orðið vitni að því að á skömmum tíma hefði Jón Sigurðsson reynt að þvo af Framsóknarflokknum tvö óþægileg mál, annars vegar stjóriðjustefnuna og hins vegar Íraksmálið. „Það er einnig ljóst af þessu að hin hefðbundna transformation, umbreyting, Framsóknarflokksins í stjórnarandstöðuflokk á síðustu mánuðum kjörtímabils er hafin. Nú er gamla Framsókn komin með skottið niður og er farin að reyna að mjaka sér yfir í stjórnarandstöðu og láta eins og hún beri ekki ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut þó hún sé að verða búin að vera 12 ár í ríkisstjórn, tólf árum of mikið," sagði Steingrímur.„Það er líka undarlegt ef ræðumaður á miðstjórnarfundi hjá Framsóknarflokknum, Jón Sigurðsson, er einhver annar maður heldur en hæstvirtur iðnaðaráðherra, Jón Sigurðsson, og formaður annars stjórnarflokksins," benti Steingrímur á.Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði við umræðuna að Íslendingar hefðu ekki verið beinir aðilar að innrásinni í Írak. Þeir hafi heimilað lendingar og flug um íslenska lofthelgi vegna þessara aðgerða sem væri hefðbundin aðgerð. Þá hefðu verið veittar 300 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Írak og enduruppbyggingar í kjölfar átaka. Alþingi hafi veitt fjármagnið.„Síðan tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að amast ekki við því að Ísland væri á lista yfir hinar svokölluðu staðföstu þjóðir en Ísland hefur ekki átt beina aðild að þessu stríði og það vita auðvitað allir menn og það er auðvitað furðulegt stærilæti í fólki sem telur að íslenska ríkisstjórnin eða Íslendingar skipti það miklu máli í alþjóðlegu samhengi og í sambandi við ákvarðanir af þessu tagi að það hafi haft einhver áhrif á atburðarásina sem þarna varð," sagði Geir.
Stj.mál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira