Skilnaður leikarans Christian Slater við sjónvarpsframleiðandann Ryan Haddon er genginn í gegn. Hjónin fyrrverandi, sem giftust á Valentínusardaginn árið 2000, skildu að borði og sæng í janúar á síðasta ári vegna óásættanlegs ágreinings.
Slater, sem hefur m.a. leikið í True Romance og Broken Arrow, á tvo börn með Haddon. Ekki er víst hvort hann fái sameiginlegt forræði yfir þeim eins og hann hefur óskað eftir.