Innlent

Stekkjastaur til byggða - munið skóinn

Jólasveinarnir Stekkjastaur og Stúfur rifja upp leiðina til mannabyggða. Stúfur kemur ekki á morgun heldur hinn.
Jólasveinarnir Stekkjastaur og Stúfur rifja upp leiðina til mannabyggða. Stúfur kemur ekki á morgun heldur hinn.

Börn að aldri og börn í anda eru búin að leggja sitt fínasta skótau (eða sitt stærsta) út í glugga til þess að taka við gjöfum frá fyrsta jólasveininum sem kemur til byggða í kvöld. Stekkjastaur kemur fyrstur, eins og verið hefur frá því að elstu menn muna. Bændur ættu einnig að líta til með fjárhúsum sínum, því alkunna er að staurstífur sveinninn sækir í ærnar.

Hann hefur þó ekki alltaf erindi sem erfiði, sökum líkamlegra ágalla. Frá þessu er sagt í einni bestu heimild sem til er um íslensku jólasveinana: jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum:

 

Stekkjastaur kom fyrstur,

stinnur eins og tré.

Hann laumaðist í fjárhúsin

og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,

þá varð þeim ekki um sel,

því greyið hafði staurfætur,

það gekk nú ekki vel.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×