Innlent

Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Íslandspósts og Samskipta

MYND/Teitur

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast neitt vegna kaupa Íslandspósts á öllu hlutafé Samskipta ehf. og Samskipta-merkinga ehf. Eftir því sem fram kemur á vef Samkeppnieftirlitsins fólu kaupin í sér samruna í skilningi samkeppnislaga og því lagði eftirlitið mat á það hvort hann hindraði virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða yrði til eða að slík staða styrkist. Athugun Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að svo væri ekki og er vísað til þess að ekki virðist vera skörun á starfsemi félaganna sem hefur í för með sér röskun á samkeppni. Þá hafi ekki komið fram önnur atriði sem bendi til þess að samruninn geti raskað samkeppni. Því aðhefst Samkeppniseftirlitið ekkert frekar í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×