Náttúrufræðistofnun óskar eftir opinberri rannsókn 8. nóvember 2006 18:40 Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands ætlar að krefjast lögreglurannsóknar á því að tvö þúsund gripum í eigu safnsins var hent úr frystigeymslu sem stofnunin var með á leigu. Forstjórinn vill fá úr því skorið hvort fálkahömum var örugglega fargað því eftirspurn er eftir þeim á svörtum markaði. Fágætur dverghvalur var meðal gripa sem var fargað. NFS greindi frá því í byrjun júní að rafmagn hefði farið af frystigeymslu þar sem einstaklingar og fleiri geymdu kjöt og önnur matvæli. Þá gáfu forráðamenn geymslunnar þær skýringar að þeir væru að hætta starfseminni og viðskiptamönnum hefði verið tilkynnt það með auglýsingu í frystigeymslunni. Nú hafa þeir gefið þær skýringar að um slys hafi verið að ræða. Rafmagnið fór af það lengi að kjöt og fiskur úldnaði og eigendurnir segjast hafa hent öllum á haugana. Þar á meðal reyndust vera um 2000 gripir í eigu Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar af fimmtíu fálkar og sex ernir. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir að í huga starfsfólks stofnunarinnar hefði orðið óbætanlegt tjón. Þarna hefðu verið gripir sem aldrei verði endurheimtir og gripir sem tengdust rannsóknum hjá stofnuninni. Náttúrufræðistofnun var aldrei látin vita af því að starfsemi geymslunnar væri hætt og heldur ekki af því þegar rafmagnið var tekið af. Jón segir þetta mál allt með ólíkindum. Rafmagn virðist hafa verið tekið af geymslunni í byrjun júní og eigur stofnunarinnar og annarra látnar úldna og þeim síðan hent án samráðs við eigendur. Fuglarnir sem voru í geymnslunni voru merktir og því aldursgreindir, en Jón segir ekki hægt að aldursgreina fullorðna fugla eins og mörg önnur dýr. Þá var nokkuð magn af teistum í geymslunni sem tilheyrði rannsókn sem staðið hefur yfir í 30 ár og dverghvalur, sem kallast Rákaskoppari, en hann hefur einungis fundist þrisvar hér við land. Jón sagði að reynt hafi verið að fá botn í málið með viðræðum við eigendur frystigeymslunnar en erfiðlega gangi að skilja hvað hafi gerst. Niðurstaðan sé því sú að stofnunin sendi lögreglunni bréf og óski eftir opinberri rannsókn. Fálkar og ernir eru alfriðaðir og Jón Gunnar telur mjög mikilvægt að upplýsa nákvæmlega um afdrif hræjanna af þeim. Hann segist eingöngu hafa orð eigenda frystigeymslunnar fyrir því að að fuglshræin hafi úldnað og verið keyrt á haugana. Hvað ernina varði t.d. hefði verið hægt að nýta hamina af þeim, því þeir úldni ekki þótt frost hefði farið af í einhverja daga. Það væri því engin vissa fyrir því að þeir hafi ekki verið seldir. Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands ætlar að krefjast lögreglurannsóknar á því að tvö þúsund gripum í eigu safnsins var hent úr frystigeymslu sem stofnunin var með á leigu. Forstjórinn vill fá úr því skorið hvort fálkahömum var örugglega fargað því eftirspurn er eftir þeim á svörtum markaði. Fágætur dverghvalur var meðal gripa sem var fargað. NFS greindi frá því í byrjun júní að rafmagn hefði farið af frystigeymslu þar sem einstaklingar og fleiri geymdu kjöt og önnur matvæli. Þá gáfu forráðamenn geymslunnar þær skýringar að þeir væru að hætta starfseminni og viðskiptamönnum hefði verið tilkynnt það með auglýsingu í frystigeymslunni. Nú hafa þeir gefið þær skýringar að um slys hafi verið að ræða. Rafmagnið fór af það lengi að kjöt og fiskur úldnaði og eigendurnir segjast hafa hent öllum á haugana. Þar á meðal reyndust vera um 2000 gripir í eigu Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar af fimmtíu fálkar og sex ernir. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir að í huga starfsfólks stofnunarinnar hefði orðið óbætanlegt tjón. Þarna hefðu verið gripir sem aldrei verði endurheimtir og gripir sem tengdust rannsóknum hjá stofnuninni. Náttúrufræðistofnun var aldrei látin vita af því að starfsemi geymslunnar væri hætt og heldur ekki af því þegar rafmagnið var tekið af. Jón segir þetta mál allt með ólíkindum. Rafmagn virðist hafa verið tekið af geymslunni í byrjun júní og eigur stofnunarinnar og annarra látnar úldna og þeim síðan hent án samráðs við eigendur. Fuglarnir sem voru í geymnslunni voru merktir og því aldursgreindir, en Jón segir ekki hægt að aldursgreina fullorðna fugla eins og mörg önnur dýr. Þá var nokkuð magn af teistum í geymslunni sem tilheyrði rannsókn sem staðið hefur yfir í 30 ár og dverghvalur, sem kallast Rákaskoppari, en hann hefur einungis fundist þrisvar hér við land. Jón sagði að reynt hafi verið að fá botn í málið með viðræðum við eigendur frystigeymslunnar en erfiðlega gangi að skilja hvað hafi gerst. Niðurstaðan sé því sú að stofnunin sendi lögreglunni bréf og óski eftir opinberri rannsókn. Fálkar og ernir eru alfriðaðir og Jón Gunnar telur mjög mikilvægt að upplýsa nákvæmlega um afdrif hræjanna af þeim. Hann segist eingöngu hafa orð eigenda frystigeymslunnar fyrir því að að fuglshræin hafi úldnað og verið keyrt á haugana. Hvað ernina varði t.d. hefði verið hægt að nýta hamina af þeim, því þeir úldni ekki þótt frost hefði farið af í einhverja daga. Það væri því engin vissa fyrir því að þeir hafi ekki verið seldir.
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira