Leikkonan Drew Barrymore sagði í viðtali við tímaritið Elle að hún væri veik fyrir meðleikkonu sinni í kvikmyndinni Charlies Angels, Cameron Diaz. "Ég og Cameron erum mjög góðar vinkonur og ég elska hana. Mér finnst eitthvað mjög heillandi við stelpuástir. Við getum látið okkur dreyma um hvor aðra en auðvitað mundum við aldrei láta af því verða," segir Barrymore en hún er eins og kunnugt er trúlofuð trommuleikaranum í hljómsveitinni The Strokes Fabrizio Moretti.

Einnig kemur fram í viðtalinu að Barrymore segist ekki ætla að láta undan útlitsdýrkuninni í Hollywood og hún sé stolt af kvenlegum vexti sínum. "Það er aldrei hægt að gera almenningi til geðs ef maður er frægur. Ef fólk er of mjótt þá er það drepið í slúðurblöðunum og sömuleiðis ef það er of feitur. Ég nenni ekki að standa í því."