Lífið

Reið útí fjölmiðla

Katie Holmes. Er ekki sátt við fjölmiðla vegna frétta um fjölskyldu hennar og er sár yfir leiðinlegum ummælum.
Katie Holmes. Er ekki sátt við fjölmiðla vegna frétta um fjölskyldu hennar og er sár yfir leiðinlegum ummælum.

Leikkonan unga Katie Holmes er reið fjölmiðum vegna umtalsins um nýfætt barn hennar og Tom"s Cruise. Þetta kemur fram í forsíðuviðtali við parið fræga í nýjasta hefti tímaritsins Vanity Fair. "Ég veit hvað sagt er um okkur í fjölmiðlum og það særir. Fólk er vont að voga sér að segja nokkuð leiðinlegt um mitt barn," segir Holmes.

Leikkonan unga segir litlu stúlkuna, Suri, líkjast föður sínum og segir þaulíta á hana sem upphafið að einhverju betra. Holmes segir að Cruise sé vanari fjölmiðlun en hún og að fárið í kringum þeirra samband hafi komið henni í opna skjöldu "Ég var himinlifandi þegar ég varð barnshafandi en það er ekki auðvelt að þurfa að kljást við allar sögusagnirnar samhliða gleðinni."

Viðtalið í Vanity Fair var það fyrsta sem birtist við skötuhjúin eftir að Suri fæddist og meðal annars fyrsta myndbirtingin af stúlkunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.