Innlent

Síldarveiðiskip sum að verða búin með kvóta sinn

Uppgrip hafa verið hjá sjómönnum og landverkafólki á síldarvertíðinni fyrir austan og sunnan land að undanförnu og eru sum skipanna þegar búin með kvóta sína.

Skipin halda sig ýmist út af Meðallandi á Suðurströndinni eða út af Austfjörðum norðanverðum og hefur yfirleitt veiðst vel þegar á annað borð viðrar til veiðanna. Nýverið fékkst til dæmis stærsta síldarkast sögunnar, vel á annað þúsund tonn, austur af Vestmannaeyjum.

Mun minna er fryst til manneldis en á vertíðinni í fyrra enda hlóðust upp birgðir á á heimsmarkaðnum sem enn hafa áhrif á söluna núna. Verð fyrir frysta síld hefur lækkað umtalsvert frá því í fyrra en á móti kemur að verð á mjöli úr bræddir loðnu hefur rokið upp síðustu mánuðina og farið langt með að jafna upp tapið af frystu síldinni.

Skipstjórar á stærstu skipunum segja að vertíðin væri nánast búin ef ekki hefðu komið til ýmsar takmarkanir sjávarútvegsráðuneytisins á síldveiðisvæðum fyrir flottroll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×