Erlent

Discovery ekki á loft vegna veðurs

Mynd/AP

Ekkert varð af leiðangri geimferjunnar Discovery sem fyrirhugaður var í gærkvöld. Þrumuveður setti strik í reikninginn.

Mikil eftirvænting ríkti á Canaveral-höfða í Flórída í gær eftir hvort geimferjan Discovery kæmist á loft í fyrsta sinn í tæpt ár. Í gærmorgun virtist óveðri sem dunið hefur á Flórída-skaga síðustu viku ætla að slota en eftir því sem nær dró skotinu hrönnuðust þrumuský aftur upp. Bandaríska geimferðastofnunin NASA hafði einungis fimm mínútna svigrúm til að skjóta ferjunni upp því annars myndi hún ekki hitta á sporbaug alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Því var ákveðið, níu mínútum fyrir áætlað geimskot að fresta því þar til klukkan hálfátta í kvöld.

Frestunin hljóta að teljast nokkur vonbrigði fyrir NASA því stofnunin hefur lagt mjög mikla áherslu á að koma ferjunum aftur í gagnið eftir erfiðleikana við síðustu ferð Discovery. Ferð skipsins nú er ákaflega þýðingarmikla því ef upp koma svipuð vandkvæði við hitaeinangrun ferjunnar og síðasta sumar er útlit fyrir að geimferjunum verði lagt fyrir fullt og allt. Frá því að geimferjan Kólumbía fórst í febrúar 2003 með sjö geimförum innanborðs hefur NASA varið hátt í hundrað milljónum króna til endurbóta á ferjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×