Erlent

Þrjár erlendar konur særðust í átökum á Vesturbakkanum

Ísraelskir her- og lögreglumenn kljást við mómælendur á Vesturbakkanum í dag.
Ísraelskir her- og lögreglumenn kljást við mómælendur á Vesturbakkanum í dag. MYND/AP

Átök brutust út þegar mótmæli fóru fram í dag gegn múrnum sem Ísraelsmenn hafa verið að reisa undanfarin misseri á Vesturbakkanum. Fjórir eru sagðir hafa særst í átökunum, einn ísraelskur hermaður og þrjár erlendar konur. Meiðsl kvennanna, sem eru frá Svíþjóð, Bandaríkjunum og Þýskalandi, eru ekki alvarleg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mikill hiti færðist í leikinn þegar mótmælendur reyndu að komast yfir afgirt svæði nærri múrnum í nágrenni bæjarins Bilin, en Palestínumenn gera tilkall til þessa landssvæðis. Skutu hermenn meðal annars gúmmíkúlum og táragasi að mótmælendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×